149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[20:17]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég er komin upp í þriðja skipti til að taka undir með hv. þingmönnum og gera athugasemdir við þá fundarstjórn forseta að ætla að setja þetta mál á dagskrá nú áður en … (SJS: Hvenær var það ákveðið?) — Það kom fram í fréttunum áðan. (SJS: Hver ákvað það?) Hv. formaður samgöngunefndar greinilega. Ég fagna því, (Gripið fram í.) herra forseti, ef forseti lýsir því hér yfir …

(Forseti (ÞorS): Þögn í salnum.)

Ég fagna því ef forseti er að tilkynna það úti í sal að þetta mál fari ekki á dagskrá. Ég ítreka þá hvatningu mína aftur til hæstv. forseta að kalla saman þingflokksformenn og ná samkomulagi um þetta mál. Þá þurfum við ekki að standa í því sem við erum að gera hér.