149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[21:01]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þá vil ég kannski spyrja að öðru í þessu sambandi. Hún telur þarna upp þessar félagslegu ástæður, að það sé að hennar dómi ekki í samræmi við nútímann. En finnst hv. þingmanni að þessi þáttur hafi gefist illa? Veit hv. þingmaður til þess að konum hafi verið neitað um fóstureyðingu á þessum forsendum? Það kom hér fram að rúmlega 1.000 fóstureyðingar voru framkvæmdar á síðasta ári sem tengjast félagslegum ástæðum. Ég sé ekki samkvæmt því að einhver hindrun sé í því þannig að leggja þurfi þetta niður eins og það kemur fram í gömlu lögunum.

Mín fyrirspurn er þessi: Telur hv. þingmaður að þetta hafi á einhvern hátt reynst illa?