149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[21:30]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Hún ræddi svolítið um ráðgjöf og væntanlega á hún þá við félagsráðgjafa í þeim efnum. Nú gerir þetta nýja frumvarp ráð fyrir að ekki þurfi að fara þá leiðina að ræða við ráðgjafa. Ég velti því fyrir mér hvort hv. þingmaður gæti hugsanlega sagt til um hvað hún héldi í þeim efnum, hvort konur kæmu áfram til með að leita sér ráðgjafar, hvort hún telji það. Og ef þetta nýja frumvarp verður að lögum þá er það orðið valfrjálst. Auk þess má velta fyrir sér hvort hv. þingmaður þekki hvort einhverjar tölur séu til um það og væri fróðlegt að vita hversu margar konur hafa hætt við fóstureyðingu eftir að hafa leitað sér ráðgjafar. Nú veit ég ekki hvort hv. þingmaður þekkir þetta, en hennar hug í þessum efnum.