149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

tilhögun þingfundar.

[10:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill upplýsa að gert er ráð fyrir a.m.k. tveimur fundum í dag og verða atkvæðagreiðslur á mörkum þeirra funda, eftir hádegið eða í eftirmiðdaginn. Á dagskrá seinni fundarins verða þá þau mál sem út af standa frá þessum fundi, svo sem fjáraukalög, þau mál sem verða tilbúin til 3. umr. og nokkur mál sem komin eru frá nefndum en beðið er skjala eftir.

Atkvæðagreiðslur um umræðumál á seinni fundinum, ef þetta gengur allt eftir, verða þá í fyrramálið.