149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:18]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Við erum að taka ákvörðun um að hækka tekjuviðmið barnabóta. Við erum að taka ákvörðun um að létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og við verðum að tryggja að þeir njóti þess fyrst og fremst sem lægstar hafa tekjurnar og lakast standa. Við erum að hækka barnabætur að raungildi um 14% á milli ára. Þetta er 1,8 milljarðar. Þetta er gert með þeim hætti að það eru fyrst og fremst tekjulægri fjölskyldur sem munu njóta. Það er sérkennilegt að þeir sem hér tala mest um tekjujöfnuð skuli andmæla þeirri tillögu og þeirri aðgerð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.