149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

svar við fyrirspurn.

[13:41]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Hæstv. samgönguráðherra minntist á það áðan að málið ætti heima í forsætisnefnd. Það er búið að taka málið upp og þess vegna erum við að leita ásjár þingforseta um aðstoð í málinu. Það er afar brýnt að fá þessar upplýsingar. Ef við hugsum okkur fjölskyldurnar þarna á bak við hafa örugglega einhverjar viljað kaupa þær íbúðir sem þær bjuggu í en urðu að yfirgefa vegna kröfu Íbúðalánasjóðs. Það er því fullkomlega eðlilegt að þetta mál komi upp á yfirborðið, hverjir keyptu þessa eignir.

Ég verð að segja að þetta er ekki einsdæmi, frú forseti, þegar kemur að upplýsingaöflun. Ég hef til að mynda margsinnis óskaði eftir upplýsingum varðandi söluna á Arion banka og fjárhagslegan ávinning ríkissjóðs. Þar eru 23 milljarðar undir liðnum aðrar eignir og er afar erfitt að fá upp hvaða eignir þetta eru. (Forseti hringir.) Það er því ekki einsdæmi. Ég bið forseta að hjálpa okkur því að þetta er afar mikilvægt mál.