149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[17:46]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir hrósið. Ég tek alveg undir þetta. Við höfum starfað saman í fjárlaganefnd núna í tvö ár, líklega. Ég held einlæglega að fjárlaganefnd sé þannig samsett núna að hún vilji ganga veginn til góðs. Við viljum hjálpast að við að reyna að bæta úr þessu máli, gera það eins vel úr garði og hægt er. Um leið þurfum við að vera sanngjörn og gefa okkur tíma til að aðlagast þessu öllu.

Ég tek líka undir með hv. þingmanni um að við mættum vera duglegri að tala fallegar hver til annars þegar færi gefst, sem er miklu oftar en margur vill vera láta, og einmitt þegar við stígum skrefin saman. Við hjálpumst að, sýnum góð vinnubrögð og góða framkomu þegar við vinnum að verkefnum, og gagnvart því fólki sem við eigum samskipti við hverju sinni. Ég þakka hv. þingmanni sömuleiðis. Mér finnst nefndin vera afskaplega góð og tel að hún reyni að vinna að þessu sérstaka verkefni um opinber fjármál af heilum og góðum hug.