149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[10:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Þessi atkvæðagreiðsla snýst um kirkjujarðasamkomulagið. Það eru meðmæli okkar að þetta mál sé fellt hér og að þá þurfi einfaldlega að fara fyrir dómstóla til að gera upp þetta kirkjujarðasamkomulag. Í svörum ráðuneytis hefur það nefnilega ekki hugmynd um hvaða jarðir og gæði hafa komið í staðinn fyrir þetta samkomulag. Ef það mál gengi fyrir dómstóla kæmu einfaldlega öll gögn málsins fram og við myndum vita hversu mikið ríkið hefur fengið fyrir þetta samkomulag gegn þeim launum sem verið er að greiða fyrir það, sem hingað til hafa verið 42 milljarðar. Í niðurstöðu kirkjujarðanefndar snemma á tíunda áratugnum kom fram að eignir kirkjunnar væru metnar á um milljarð. Uppreiknað eru það um 3 milljarðar, bara samkvæmt vísitölu, til að hafa það til samanburðar.