149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:35]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta mál er með ólíkindum. Mig langar að biðja þingmenn um að velta því fyrir sér hvað komi í kjölfarið ef raunin er sú að hægt sé að beita 94. gr. þingskapa til að ná fram svona málum. Hvað er þá næst? Er þá búið að breyta réttarríkinu í ráðstjórnarríki? Getum við næst skikkað ákveðinn flokk út úr ákveðinni nefnd, umhverfisnefnd eða samgöngum eða einhverju öðru, af því að þingmenn eru erfiðir? Er það gott? Ég held að við ættum að hugsa aðeins hvað er undir hérna. Það er réttarríkið. Af stakri óbilgirni hefur forseti Alþingis valið að gera aðför að því.

Ég held að við ættum að hugsa hvort þetta sé það sem við viljum og við skulum hugsa það líka hvort við ætlum núna að fylgja drengskaparheiti okkar og (Forseti hringir.) verja stjórnarskrána.