149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Það er öfugmæli að segja á sólríkum degi að þetta sé dimmur dagur en í mínum huga er hann mjög dimmur og myrkur í brjósti að þurfa að standa í því að greiða atkvæði um þetta leiðindamál. En ég geri það til að standa mína plikt. Ég verð að segja að þetta minnir mig svolítið á það þegar ég fylgdist með landsdómsmálinu á sínum tíma, þegar það var í gangi hérna. Þá horfði ég á það í gegnum sjónvarp. Mér leið mjög illa með það og ekki líður mér betur í dag. Ég er því mjög dapur á þessum degi.

Ég segi nei.