149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

NATO-þingið 2018.

524. mál
[14:52]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sakna þess að fá ekki svar við seinni spurningunni. Væntanlega var það vegna tímaleysis hv. þingmanns. Þetta var rætt í atvinnuveganefnd en mér hlotnaðist sá heiður að sitja þar fund um daginn. Þá var verið að ræða eftirlit og þess háttar með fiskiflotanum og allri þeirri fiskiskipa- og flutningaskipaumferð sem fer hér í kringum landið. Það er alveg ljóst að hún kemur til með að aukast þegar menn fara að sigla yfir norðurpólinn og þess háttar, þegar að því kemur. Ég vænti þess að hv. þingmaður gefi sér tíma til að fræða okkur aðeins og svara fyrirspurninni.