149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:53]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. framsögumanni fyrir svarið. Hann varpaði svo sannarlega ljósi á þessa atburðarás og ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir þátt hans í því að fella þetta mál í réttan farveg. Það er sannarlega mikið hagsmunamál fyrir mjög marga. Fólkið á Kjalarnesi hefur lengi beitt sér mjög í þessu máli og hafa sömuleiðis borist fregnir af fjölsóttum fundum á Skaganum og víðar.

Ég þakka hv. framsögumanni fyrir að vísa í ræðu mína undir dagskrárliðnum störf þingsins. Þetta er náttúrlega þriðji fjölfarnasti vegur á landinu. Þetta er þjóðvegur 1 (Forseti hringir.) og afar brýnt að þarna verði framkvæmdar þær úrbætur sem svo sannarlega eru nauðsynlegar.