149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er alveg hjartanlega sammála hv. þingmanni. Ég vil líka benda á það í umræðu um þennan mikilvæga veg, og það á reyndar við um margt annað sem verða afleiðingar þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru, gangi hugmyndir meiri hlutans eftir. Í útfærslu Vegagerðarinnar á þessum kafla í dag er unnið eftir því að þarna verði að hluta til 1+2 vegur og hringtorg í stað mislægra gatnamóta.

Hugmyndir okkar í meiri hlutanum, sem koma fram í nefndaráliti, og við höfum rætt þær við Vegagerðina og samgönguráðuneytið, ganga út á að verði veggjaldaleiðin farin, sem þessi leið er til að mynda undir, verði tækifærið notað til þess að fullklára hana mörg ár fram í tímann. Það þýðir að leiðin verður tvöfölduð alla leið með mislægum gatnamótum eftir því sem við á. Það er auðvitað gríðarlega mikill áfangi (Forseti hringir.) fyrir alla sem um þennan veg fara reglulega og óreglulega að hægt verði að stíga stór skref sem slík.