149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Efinn var mun meir en kemur fram í nefndarálitinu, vil ég fullyrða. Ég myndi vilja nefna það sem ákveðnar aðrar hugmyndir að hv. framsögumaður nefndarálitsins talaði um skuldabréfaútboð hér á árum áður í sambandi við nokkurn veginn nákvæmlega sömu verkefnin.

Mig langaði einnig að spyrja framsögumann um þær frá 800 milljónum til 1,5 milljarða króna sem fara í niðurgreiðslu flugfargjalda. Hversu mikið kostaði í rauninni að fara í uppbyggingu á einmitt þeirri þjónustu sem sagt er að nauðsyn sé að hafa með flugi á landsbyggðinni? Þessar 800 millj. kr. á ári telja ansi hratt upp í mjög góðar viðbætur við þjónustu. Að lokum myndi ég vilja heyra hv. framsögumann tala aðeins um allar umsagnirnar sem bárust um samgönguáætlun og hvaða mark sé hægt að taka á þeim.