149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:28]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að biðjast afsökunar, ég gleymdi Samfylkingunni í skattamálum. En það er ekki nóg, við myndum ekki ná saman um ríkisstjórn, Vinstri græn og Samfylking. 500 kr. allt of hátt svo það sé nú sagt, en hvað um það. Við hækkuðum fjármagnstekjuskatt, svo að menn gleymi ekki öllum sköttum sem hér eru. En það er jú þannig að það eru fjölförnustu vegirnir sem bera veggjöld. Það er ósköp einfalt. Þess vegna eru þessar þrjár stofnleiðir, sem eru líka þær óöruggustu í landinu, undir.

En enn og aftur: Menn verða að muna eftir ábatanum, þ.e. hvað fæ ég sem keyri þennan veg einu sinni enn fyrir 200 kr. sem ég borga. Ég taldi þetta allt upp áðan. Ég skil það ekki að kalla þetta álögur, (Forseti hringir.) að borga 200 kr. og fá eitthvað sem er 300 kr., 500 kr., 1.000 kr. virði.