149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:39]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sérstakur áhugamaður um flug og mér því skylt að svara fyrir þetta. Þessi verkefnisnefnd sem hefur verið að vinna þetta fékk þær upplýsingar fyrst að það væri miðað við alveg fullsetna Fokker 50 flugvél. Það var frá Reykjavík til Akureyrar. Ef farin væri sú leið með 1–2,7 farþega í bíl hefðu þeir minna eða svipað kolefnisspor og þessi flugvél.

Ég hafði samband aftur við Samorku til að fá upplýsingar um nýju vélarnar, Bombardier-vélarnar, og þær menga þriðjungi minna en aðrar sambærilegar 50–70 manna flugvélar. Ef eitthvað er hefur þessi tala hækkað. Svo er það þannig að ef bíll er fullsetinn, fjórir, fimm farþegar, er þetta ekki þannig en flestar ferðir eru öðruvísi á milli þessara staða.