149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:48]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Umræðan var, eins og ég kom inn áðan, búin að vera gegnumgangandi. Ég held að veggjöld eða einhvers lags flýti- eða notendagjöld hafi verið rædd í einni eða annarri mynd á öllum þeim fundum þar sem samgönguáætlunin var rædd yfir höfuð. Það var sérstök kynning á hugmyndum hv. þingmanns og hv. þm. Vilhjálms Árnasonar haldin 20. október, ef ég man rétt, þannig að það lá alveg fyrir í nefndinni. Ég get staðfest að ég bar hv. framsögumanni, Jóni Gunnarssyni, þau skilaboð að ég teldi af samtölum mínum að í nefndinni gæti náðst full eða svo til full sátt um þessa útfærslu eða nálgun. Ég get staðfest það.