149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[18:08]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil örsnöggt segja, af því að hv. þm. Helga Vala Helgadóttir kom upp og tilgreindi að kynning hefði átt sér stað í nefndinni þann 20. nóvember, að ég hef mig grunaðan um að hafa sagt að hún hefði átt sér stað þann 20. október og ég staðfesti að kynningin var haldin 20. nóvember. Það breytir því þó ekki að sú kynning sem hv. þm. Vilhjálmur Árnason fór yfir í nefndinni var ekki haldin á síðustu metrum þingsins.

Eins og ég segi er ég augljóslega ekki búinn að hlusta á eigin ræðu en hef mig grunaðan um að hafa sagt 20. október, sem átti að vera 20. nóvember. Ég vildi bara koma því á framfæri.