149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[20:27]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst rétt að koma inn á þetta í framhaldi af umræðunni áðan um lög um opinber fjármál vegna þess að þegar maður hefur bent á þetta hér í þingsal og í fjárlaganefnd og víðar hafa menn ekki sömu tilfinningu fyrir framkvæmdum á vegum Isavia miðað við þjóðhagslega stærð, áhrif á ríkið og annað, eins og menn líta greinilega á þetta mál. En þetta er nákvæmlega sami hluturinn.

Ég vil bara árétta að menn tali heildstætt um þessi mál og í einhverju samhengi en séu ekki að taka út eitt og eitt atriði, hugsa frekar í stóru myndinni. Og þá er rétt að hafa þetta í huga. Það hefur enginn talað neitt sérstaklega um þetta, framkvæmdir Isavia í heildarsamhengi hlutanna og fjárfestingu ríkisins sem ohf. Það er rétt að þetta komi mjög sterkt hér fram.