149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:49]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fyrst segja varðandi síðustu spurninguna að ég er mjög hissa á því að engin kona hafi viljað vera með mér á þessu frumvarpi vegna þess að þetta er gott úrræði fyrir konur í þessum aðstæðum. Við skulum átta okkur á því að í Danmörku er þetta úrræði til staðar. Kona sem gefur barn sitt til ættleiðingar í Danmörku fær 14 vikna fæðingarorlof og það hefur gefið góða raun þar þannig að það kemur mér verulega á óvart að konur vilji ekki vera með á þessu frumvarpi. Vonandi sjá þær núna að hér er um gott úrræði að ræða fyrir konur.

Varðandi það að kona sem er barnshafandi — ég skildi hv. þingmann þannig að hún velti fyrir sér hvort sú kona yrði þvinguð til að nýta þetta úrræði. Það er alls ekki svo í mínum huga. (ÞSÆ: … þvingaðar til að fá fræðslu.) Já, ég hef verið fylgjandi því, eins og er í lögunum í dag, að þessi fræðsla sé til staðar og (Forseti hringir.) mér finnst miður að það skuli ekki vera í frumvarpi um þungunarrof.