149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:51]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni og fagna því að hún telji að konur í þessum aðstæðum eigi rétt á stuðningi. Þá vænti ég þess að hv. þingmaður styðji frumvarpið. Eins og ég sagði áðan er þetta úrræði sem skiptir þessar konur miklu máli og ég sé engan mun á þeim annars vegar og hins vegar þeim foreldrum sem lenda í þeim hræðilegu aðstæðum að eignast andvana barn. Báðir hópar ættu að fá stuðning og fæðingarorlof. Ég sé enga skynsemi í því að kona sem gefur barn sitt til ættleiðingar fái ekki þann styrk því að báðir þeir einstaklingar sem þarna eiga hlut að máli eiga erfitt og þurfa stuðning í mínum huga.

Eins og ég segi snýst þetta fyrst og fremst um þennan stuðning sem er í mínum huga afar mikilvægur og þess vegna er frumvarpið lagt fram (Forseti hringir.) af körlum. Ef einhverjum þykir það óviðeigandi er sjálfsagt fyrir þær konur sem styðja frumvarpið að styðja það í atkvæðagreiðslu.