149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:14]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með þau orð sem forseti hefur látið falla í garð okkar þingmanna sem höfum verið hér í umræðu nokkuð langa stund. Ég veit ekki alveg hvernig maður á í sjálfu sér að taka því þegar orð sem slík falla af forsetastóli. Hafi það hins vegar verið tilgangur forseta að festa sig í sessi sem forseta sumra þingmanna en ekki þingsins alls tel ég að honum hafi tekist það nokkuð vel áðan. Það þykir mér raunverulega mjög miður vegna þess að forsetar þeir sem hér hafa starfað, sem ég hef á mínum stutta ferli starfað undir, hafa kappkostað einmitt að vera forsetar alls þingsins.