149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:09]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Já, maður heyrir jafnvel sömu frasana og sérkennilegt hvað gengur í sumum tilvikum erfiðlega að læra af reynslunni.

En varðandi samræmið í aðgerðum, já, að sjálfsögðu er það mikið lykilatriði. Við getum sett þetta í ágætissamhengi með því að velta fyrir okkur hvernig hefði gengið að fá slitabú bankanna til að skila stöðugleikaframlögunum svokölluðu ef eins og eitt slitabúanna hefði bara komist upp með að taka ekki þátt og ætla að láta hina um að fjármagna aðgerðirnar. Ef sú hefði orðið raunin hefði það veikt stöðu aðgerðanna til mikilla muna, trúverðugleika þeirra, og litlar líkur verið á að menn hefðu verið reiðubúnir að leggja sitt af mörkum, hver og einn, enda gerðu þeir það á þeim forsendum að aðrir myndu gera slíkt sama.