149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:35]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Það er kannski kjarni málsins sem kom fram í lok svars hv. þingmanns og kannski svolítið nördaleg spurning sem ég var með því að það er alveg sama hvaðan gott kemur þegar peningar eru annars vegar. Það þarf ekkert endilega að útskýra úr hvaða lið það kemur. Ég er ánægður með þetta svar og það er kannski bara skref í þá átt að við séum að komast betur að því hvar hundurinn liggur grafinn í þessu máli, hvers vegna aðilar eru ekki impóneraðir í því að snúa til þess vegar sem þetta skjal fjallar um — og hefur maður reyndar ekki fengið svar við þeirri spurningu.