149. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2019.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

107. mál
[17:00]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Andrési Inga Jónssyni fyrir svörin. Já, það eru víða matarholurnar og ágætt að geta bent á þær. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort þingmanninum sé kunnugt um, til að mynda þar sem skráning er á öllum starfskostnaði með sambærilegum hætti og þingmaðurinn leggur hér til, hvort til sé eitthvert kerfi í löndunum í kringum okkur þar sem skráningin er með einhverjum hætti meira sjálfvirk en gera má ráð fyrir að menn geri með t.d. framvísun reikninga eða þess háttar. Við þekkjum t.d. smáforritið sem margir þingmenn nota vegna aksturs, sem er ágætt og hefur áreiðanlega sparað mörg sporin. Þekkir þingmaðurinn einhverjar slíkar tæknilausnir sem væri þá hægt að nota eða hefur hann heyrt um eitthvað slíkt?

Varðandi athugasemd þingmannsins um kjararáðsfrumvarpið er það athyglisverð pæling. Ég var ekki búinn að hugsa þann vinkil, hvorki á það mál né þetta. Það er kannski ekki einnar messu virði, en kannski eins snúnings virði að pæla í því.