149. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:47]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tók einmitt eftir því líka í ræðu hv. þingmanns að hann hefur sömu áhyggjur og ég af því að með frumvarpinu sé verið að halda áfengi til Haga, þ.e. verslunarkeðjunnar Haga, og að verið sé að gefa okkur þetta frumvarp inn í teskeiðum, þ.e. að þetta sé ekki stórmarkaðsmál heldur svona litlar krúttlegar búðir. Eins og við vitum reka Hagar ekki litlar krúttlegar búðir, hafa aldrei gert og munu sjálfsagt ekki gera. Ég velti því fyrir mér hvort það sé kannski tilgangur frumvarpsins að einkavinavæða þjáninguna, að þjáning fólks verði öðrum að féþúfu. Mig langar til að heyra álit hv. þingmanns á þessu.