149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Já, það er sjálfsagt að leggja það fram og við sem erum í umræðunni og er tíðrætt um lýðheilsuna ættum að gera það. Núna er fyrirkomulagið þannig að verið er að takmarka aðgengi eða banna aðgengi á ákveðnum tímum og á ákveðnum stöðum og fólk látið borga fyrir það að neyta áfengisins, háa skatta, há áfengisgjöld. En samt rennur aðeins 1% af því til lýðheilsu, meðferðarúrræða o.s.frv. Ég er alveg tilbúinn að snerta ekkert við því og fara bara í lýðheilsusjónarmiðin. En það á ekki eftir að fara neitt í þau. Leggjum það endilega fram saman. SÁÁ lagði til 10%, gerum það. En það á ekki eftir að fara neitt. Varðandi þetta mál aftur á móti er kannski hægt að fá Sjálfstæðismenn og Viðreisn, sem leggja málið fram og hafa ítrekað lagt það fram, til þess að samþykkja að setja aukna peninga úr skattkerfinu í þessa mikilvægu málaflokka, í meðferðarúrræðin, forvarnirnar, lýðheilsusjónarmiðin, vegna þess að þeir fá smá viðskiptafrelsi á móti. Ég held það sé alveg gerlegt.