149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:29]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Það er vel hægt að gera það. Það er vel hægt að auka framlög ríkisins til lýðheilsumála og forvarna í þessu efni. Mér þykir hins vegar nokkuð sniðugt að gera þetta bara samhliða þessu.

Það sem ég átti við þegar ég sagði að aðgengi að áfengi þyrfti ekki endilega aukast var að ríkið getur sjálft lokað sínum sérvöruverslunum sem nemur opnun einkarekinna verslana. Þannig myndi aðgengi í raun og veru ekki aukast. Ég tel að eftirlit einkaaðila með kaupum á áfengi sé það sama og það er hjá ríkinu í dag.