149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:33]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Staðan er einfaldlega sú í dag, með tilkomu samfélagsmiðla og netmiðla o.fl., að auglýsingar á tóbaki og áfengi birtast nú þegar í miklum mæli. Enda getum við ekki stemmt stigu við alþjóðlegri löggjöf sem um þetta gildir, þessa sérstöku miðla. Við höfum að minnsta kosti ekki getað reynt að stemma stigu við því. Með frumvarpinu er hins vegar heimilað að auglýsa áfengi að tilteknum skilyrðum uppfylltum, þar á meðal að upplýsa og fræða um skaðleg áhrif áfengis. Ég tel að það sé ákveðin réttarbót í sjálfu sér á meðan auglýsingar sem innihalda ekki slíkar forvarnir leika nú þegar lausum hala á samfélagsmiðlum.