149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:37]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigríði Maríu Egilsdóttur fyrir ræðu hennar. Ég held að flest séum við þokkalega sammála um að það er töluvert aðgengi að áfengi í dag. Ég velti fyrir mér, því það hefur ekki enn komið fram svar í þeirri umræðu sem hér hefur farið fram: Af hverju þurfum við þá að breyta því? Það væri gott að fá svar við því.

Það var komið inn á forræðishyggju áðan og þess háttar. Ef maður rennur yfir þetta frumvarp þá er lögð til breyting á 20. gr. áfengislaganna, um viðskiptaboð og fjarkaup. Hérna eru fjölmargir liðir sem flest okkar þekkjum, ef við lesum þá, (Forseti hringir.) við sem höfum bragðað áfengi. (Forseti hringir.) Það er nóg að horfa í spegil til að sjá hvað það þýðir.