149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:39]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Þetta er reyndar ágæt spurning, ég viðurkenni það. Hvað þetta tiltekna atriði varðar þá verð ég samt sem áður að segja að hér vegast á ákveðin sjónarmið og m.a. forvarna- og fræðsluáhrif. Forvarnaáhrifin birtast m.a. í þessari tilteknu grein þar sem er t.d. bannað að beina áfengisauglýsingum að börnum eða ungmennum og ekki megi sýna börn eða ungmenni í slíkum auglýsingum. Ég tel að þetta sé bara til bóta og ákvæðið í raun og veru forvarnaverkefni í sjálfu sér ásamt fleiri liðum í þessu tiltekna ákvæði.