149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:42]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Það er leiðinlegt að ræða mín hafi ekki staðist „standarda“ hv. þingmanns. Áhyggjur af aukinni neyslu áfengis eru réttmætar. Hægt er að berjast gegn aukinni neyslu áfengis með aukinni fræðslu og forvörnum, ég tek fyllilega undir það.

Hvað varðar það sem ég kallaði hræsni átti ég bara við hræsni þingmanna hér inni, ekki landlæknis eða annarra embætta, enda hafa þingmenn haft það í hendi sér að girða fyrir aukið aðgengi að áfengi með því að kalla eftir lokun verslana ÁTVR en ekki þegja á meðan fleiri og fleiri búðir opnuðu um land allt.