149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:55]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Jú, ég hef gert mér grein fyrir því að þetta var viðbótarframlag. Jú, ég veit að það var fyrirliggjandi að taka jafnvel lán til að fjármagna þær flýtiframkvæmdir sem við þurfum að ráðast í. Og jú, það er líka vitað að hugsunin var sú að leggja ekki á þessa vegskatta fyrr en kæmi að því að greiða það lán. Ég spyr því aftur hvort vegskattar séu sem sagt enn þá inni í myndinni þrátt fyrir, eins og ég sagði áðan, að við eigum væntanlegar 110 milljarða kr. í arðgreiðslur frá Landsvirkjun

Ég bæti pínulítið við spurninguna: Telur hæstv. ráðherra kannski eðlilegra að setja þá fjármuni í þjóðarsjóð en að nýta þá fyrir okkur á meðan við þurfum á þeim að halda í uppbyggingu á innviðum?