149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:38]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. 4DX lofar vissulega góðu og ég vona að verkefnið gangi upp og verði ekki það flókið að ekki verði hægt að fylgja því eftir. En það sem ég sakna að sjá frekar er að komið sé á fót hlutastörfum innan hins opinbera, eins og ég nefndi áðan.

Hæstv. ráðherra ræddi aðeins búsetuskerðingar og því langar mig að heyra hvort það sé yfirleitt ekki gert ráð fyrir því að bregðast við þeim 200 manna hópi sem þó er klár til að leiðrétta.