149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[17:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. En það auðvitað stenst ekki vegna þess að það er búið að viðurkenna það, þeir ætla að borga þetta, þeim ber að borga þetta. Það er ekkert hægt að segja við fólk: Þið bíðið þangað til okkur þóknast. Umboðsmaður skilaði frá sér í júní í fyrra.

Síðan er annað í þessari fjármálaáætlun, mér sýnist að frá 2020–2024 sé árleg hækkun örorkulífeyris ekki nema um 3%, sem sagt öðrum hvorum megin við verðbólgu á hverjum tíma. Er það rétt? Á ekki að hækka neitt nema um rétt þessar verðbætur, ekki farið eftir launavísitölu eða neinu eins og alltaf hefur verið? Það er alltaf meiri hækkanir samkvæmt launavísitölu en verðtryggingu. Það er alltaf notað (Forseti hringir.) það sem er lakara fyrir öryrkja og eldri borgara. Hvernig væri nú að nota hitt?