149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[17:58]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Já, það er alveg rétt að umboðsmaður Alþingis hefur talað í þessu máli og við höfum tekið undir álit hans. En umboðsmaður segir líka að þetta sé mjög óskýrt ákvæði sem þarfnist frekari skýringa og við höfum boðað að það sé frumvarp á leiðinni til að skýra þetta betur. Þá segir hv. þingmaður að ríkisstjórninni beri samkvæmt lögum að gera þetta. Ríkisstjórninni ber líka samkvæmt lögum að halda sig innan ramma fjárlaga vegna þess að fjárlög eru æðstu lög sem samþykkt eru. Það eru mikilvægustu lögin hverju sinni. Og við höfum fengið skýr fyrirmæli frá fjármálaráðuneyti og eins erindi frá fjárlaganefnd þess efnis að okkur beri að halda okkur innan fjárlaga. Við erum að reyna að fóta okkur innan þess ramma til að geta flýtt þessu.

Varðandi árlega hækkun örorkulífeyris þá er gert ráð fyrir þessari prósentu í (Forseti hringir.) fjármálaáætlun og unnið út frá því, nema tekin (Forseti hringir.) verði ákvörðun um annað.