149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:49]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanninum fyrir að koma inn á það mikilvæga atriði sem geislamengun í sjó er og tek undir það með honum. Þetta er atriði sem ég myndi vilja skoða frekar. Ég get ekki svarað nákvæmlega þeim spurningum sem þingmaðurinn kom með. Þetta eru atriði sem heyra ekki undir ráðuneyti mitt. Ég vil hins vegar gjarnan ræða málið frekar með þingmanninum og við getum kannski tekið þá umræðu á eftir. En ég þekki ekki nægilega vel til þeirra mála til að geta svarað þingmanninum einn, tveir og þrír.