149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[22:02]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Já, ég held að ég ætti að geta lofað því að við munum hafa betri tölur að ári vegna þess að við erum að vinna í þessum málum hvað varðar aðgerðaáætlunina núna í ár.

Varðandi miðhálendisþjóðgarð, hvenær hann yrði nákvæmlega settur á laggirnar get ég engu lofað um. Nefndin, þessi þverpólitíska nefnd, sem er að vinna að því máli á að skila af sér í haust og vinnan er á réttu róli.

Spurningu hv. þingmanns um votlendið get ég því miður ekki svarað að svo komnu máli en þau mál eru í vinnslu, þ.e. áætlanir um þetta hjá Landgræðslunni og Skógræktinni.