149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[18:25]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef í raun og veru alveg tröllatrú á íslenskum framleiðendum. Ég held að Íslendingar hafi sýnt að þeir kunna vel að takast á við samkeppni. Ég held að menn hafi gert það í grænmetisbransanum, eins og sagt er. (Gripið fram í: Algjörlega.) Þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að standa okkur þá erum við ótrúlega öflug. En við verðum að tryggja að hér sé heilbrigt umhverfi til þess.

Eins og ég sagði áðan er ég mikill aðdáandi íslenskra bænda og framleiðenda og hef tröllatrú á þeim. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta gefur þeim heilmikil sóknarfæri. Ef mál þróast á einhvern annan veg er ég tilbúinn að skoða ýmsar aðgerðir til að tryggja (Forseti hringir.) matvælaframleiðslu, tryggja það að hér sé örugg matvælaframleiðsla. Það er þá bara seinni tíma skoðun.