149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[18:31]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eftir það sem ég hef skoðað get ég ekki séð að við höfum beitt okkur nægilega vel á vettvangi Evrópusambandsins, þ.e. pólitískt séð. Nú er ég að tala um pólitískt séð. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rætt við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, Jean Claude Juncker, sem er æðsti yfirmaður Evrópusambandsins. Þetta er stórt mál.

Svo að ég taki aftur samlíkinguna við landhelgisdeiluna fóru þar fram viðræður milli forsætisráðherra og forsætisráðherra Breta, á æðstu stigum stjórnsýslunnar. Ég get ekki séð að það hafi verið gert núna og ég tel eðlilegt að sú leið sé reynd til fulls. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann sé ekki sammála mér í því, burt séð frá því hvort hér sé um mótvægisaðgerðir (Forseti hringir.) að ræða eða hvort þær séu fullnægjandi eða ekki. Það er t.d. ekki hægt að fá fundargerðir sem utanríkisráðherra átti í (Forseti hringir.) þeim efnum, þannig að það liggur fyrir að ekki eru nægilegar upplýsingar um (Forseti hringir.) hversu vel við höfum beitt okkur á hinu pólitíska sviði.

(Forseti (ÞorS): Enn minnir forseti á tímamörk.)