149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

markmið í loftslagsmálum.

[15:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Eins og við vitum öll er hlýnun upp á 3° eða meira uppskrift að geigvænlegum hörmungum um allan heim. Þar er Ísland alls ekki undanskilið, t.d. vegna bráðnunar jökla og súrnunar hafs. Á ráðstefnunni kom fram að súrnun hafs muni gjöreyðileggja fiskgengd við Ísland á næstu 80 árum. Vonandi verðum við komin með kjötrækt þá.

Við verðum að vera leiðandi í því að hvetja önnur ríki til að stöðva losun kolefnislofttegunda. Ein hugmynd sem hefur verið reifuð í því samhengi er að innleiða ákvæði um losun kolefnislofttegunda í fríverslunarsamninga. Slíkt ákvæði yrði svipað mannréttindaákvæðum í núverandi fríverslunarsamningum. Það gæti orðið öflugasta tækið okkar til þess að fá önnur ríki til að standa við skuldbindingar sínar, sem hefur einmitt verið vandamálið hingað til.

Hver er afstaða hæstv. ráðherra til þess að taka slík úrræði inn í fríverslunarsamninga?