149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

jöfnun orkukostnaðar.

562. mál
[16:32]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka málshefjanda fyrir fyrirspurnina. Til margra ára hefur þótt frekar ósanngjarnt að margra mati, m.a. þeirra sem búa á köldum svæðum, hvað raforkan er dýr. Ráðherrann kom inn á það í svari sínu áðan að jöfnunargjald raforku tryggi eingöngu 53% af gjaldskránni, ef ég tók rétt eftir. Hvet ég ráðherrann til að vinna betur að þeim málum að jafna þann kostnað.

Ég tók ekki eftir því hvort ráðherrann svaraði einhverju til um hvort stuðningur til uppsetningar varmadælna á köldum svæðum væri bundinn við heimili. Sá sem hér stendur er með inniliggjandi fyrirspurn til skriflegs svars hjá ráðherra um varmadælur. Mig langar til að spyrja þeirrar spurningar sem er hérna. Hún er svipuð og hin spurningin sem ég spurði: (Forseti hringir.) Hvernig munum við vinna að því að styðja við uppsetningu varmadælna?