149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:02]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Stutta svarið við þessu er: Jú, það er rétt að þetta hefur nær engin áhrif að öðru leyti en því, sem mér finnst skipta máli, þó svo það hafi alltaf legið fyrir, að ef við förum í þá vegferð að leggja sæstreng þá þurfi að taka málið upp aftur. Það er verið að setja bæði belti og axlabönd hvað það mál varðar.

Hæstv. iðnaðarráðherra kemur hér fram með frumvarp þar sem er mjög skýrt að það er Alþingi sem mun taka þá ákvörðun. Auðvitað er það alltaf ákvörðun íslenskra stjórnvalda og hefði með einhverjum hætti komið til þingsins. En þetta er alla vega eins skýrt eins og það getur orðið. Þetta snýst um að setja bæði belti og axlabönd, taka þá fræðimenn sem vildu fara eins varlega og mögulegt er og bæta í þá hluti þannig að það liggi alveg fyrir sem við vissum, en við viljum bæði hafa belti og axlabönd.