149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:33]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég hygg, svo ég noti orð sem er vinsælt hjá hv. þm. Óla Birni Kárasyni, að þetta hafi ekki verið mismæli sem féllu hér í dag. Ég hygg miklu frekar að þessu hafi verið beitt vísvitandi til að reyna að draga úr trúverðugleika þess sem var að tala í málinu, að benda á að viðkomandi hefði ekki kynnt sér skjöl í málinu. Það var bara ekkert þannig. Viðkomandi hafði kynnt sér öll skjöl í málinu en það sem þarna var verið að vitna í var ekki á meðal þeirra skjala. Málið er í eðli sínu ekkert flóknara en það. Þetta voru engin mismæli. (ÓBK: Hver sagði það?) Þetta kom fram í tvígang í dag. Hv. þm. Ólafur Ísleifsson kallaði fram í til að biðja um staðfestingu á því að þetta væri í þingskjali og honum var svarað játandi. Þannig að mismælin hafa margendurtekið sig ef þetta hafa verið mismæli.