149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[14:55]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hér til að berjast fyrir hagsmunum Íslendinga. Ég vændi ekki stóran hluta þingheims um að berjast fyrir hagsmunum annarra en Íslendinga. Það má vel vera að fólk telji sig berjast fyrir hagsmunum Íslendinga. En heildarmyndin verður sú, ef allt er tekið inn, að það verður ekki niðurstaðan. Það má vel vera að fólk telji sig vera að gyrða sig í brók, en það er ekki niðurstaðan.

Þegar talað er um hvað sé búið að vinna mikið í málinu er niðurstaðan einfaldlega sú að það er ekki búið að vinna nóg í því. Þessir sérfræðingar sem er verið að tiltaka hér núna eru akkúrat þeir sem ég vitna í. Ég er ekki lögfróður maður en þeir hafa skrifað þann texta sem ég las hér upp, lausnirnar sem væru í boði. Og gallaða lausnin var valin.