149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:37]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Ingu Sæland fyrir spurninguna og speglunina. En varðandi fyrirspurnina hefur í sjálfu sér ekki reynt á það enn þá, enda er málið svo sem enn til samþykktar hér. (Gripið fram í.) En ekki hefur reynt á það enn þá í öðrum málum. Það hefur bara ekki komið upp samkvæmt mínum heimildum. Ég er náttúrlega ekki sérfræðingur í Evrópulöggjöf og Evrópurétti, en samkvæmt mínum heimildum er það þannig að ekki hefur reynt almennilega á það enn þá. En kannski gerir það það í framtíðinni og ekkert bendir til annars en að neytendavaldið haldi. Enginn hefur dregið það í efa, eftir því er ég hef séð.