149. löggjafarþing — 91. fundur,  10. apr. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[00:05]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Spurt er: Hvað getum við sagt? Svarið er: Við getum sagt nei. Það gerist varla miklu skýrara en það. Þegar spurt er: Getum við sagt nei? Svarið er: Já, við getum gert það. Allar álitsgerðir okkar færustu sérfræðinga eru algerlega sammála um að það sé á okkar forræði hvort við leggjum sæstreng hingað eða ekki. Staðan er að því leyti alveg eins og í Noregi.