149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

13. mál
[14:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er gott að heyra og ég óska stóru nefndinni alls hins besta. Ég hef fylgst með starfi þessarar nefndar og það er ýmislegt í tillögunni sem við ræðum hér sem verið er að vinna með. Það eru líka nokkrir þættir sem ekki hefur borið á góma í nefndinni. Ég treysti hv. þingmanni til að fylgja þessu máli vel eftir í nefndinni.