149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[16:59]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er ekki að lýsa vantrausti á konur hvað þetta varðar. Þessi tilvik hafa komið upp og ég hef rætt við fæðingarlækna þar sem þessi tilvik hafa komið upp. Þá spyr maður sig: Í hvaða aðstöðu setur það heilbrigðisstarfsfólk?

Í 1. umr. um frumvarpið var rætt um þá sem eru fylgjandi rétti konunnar til að ráða yfir eigin líkama. Þá spyr maður sig: Hver er réttur hins ófædda barns? Auk þess spyr maður: Hver er réttur föðurins? Er hann aukaatriði í þessu sambandi? Nú á að fella út úr lögunum ákvæði um að faðirinn geti tekið þátt í umsókn konunnar um þungunarrof. Hver er skoðun hv. þingmanns á þessu?