149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:48]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta (Ásmundur Friðriksson) (S) (ber af sér sakir):

Virðulegur forseti. Ég held að hér sé þingmaðurinn eða ég — við erum greinilega að misskilja hvort annað. Hér var talað um illgresi í garðinum. Þannig skildi ég það og það var það sem var sagt við mig. En nú er sagt að illgresið í garðinum séu gerendurnir. Þeir eru sannarlega illgresi. Höfum við ekki verið að tala um sama illgresið get ég alveg beðið hv. þingmann afsökunar á því. En klárlega vorum við að tala um illgresi sem er þá ekki lífvænlegt.